Skáldverk Glerþræðirnir ★★★★· Eftir Magnús Sigurðsson. Dimma, 2024. Kilja, 279 bls.
Skemmtilestur „Bækur Magnúsar eru sannkallaður skemmtilestur,“ segir rýnir um verk Magnúsar Sigurðssonar.
Skemmtilestur „Bækur Magnúsar eru sannkallaður skemmtilestur,“ segir rýnir um verk Magnúsar Sigurðssonar. — Morgunblaðið/Hari

Bækur

Einar Falur

Ingólfsson

Við lesum í brotinu „Læknisdómum“ að geðlækningar hafi til þessa dags verið brenndar merki örvæntingarinnar, merki ráðleysisins, ólíkt læknisdómum hins líkamlega. Handarmein hafi, til að mynda í upphafi 18. aldar, verið hanterað með eftirfarandi „frelsismeðali“: „Tak kött, drep hann, set höndina inn í hann og geymið þar í 2-3 daga. Gætið þess að taka ætíð kött varman og skiptið um kött á 2-3ja daga fresti“ (261). Í „Frelsismeðalið“ fræðumst við um að Jón Eiríksson konferensráð hafi tekið saman stutta ritgerð um „frelsismeðöl fyrir drukknaða og helfrosna“– þar sem kennt var meðal annars að blása tóbaksreyk inn um endaþarm til að komast að því hvort rænulausir menn væru lífs eða liðnir – áður en Jón

...