Bruni er mjög óhagkvæm aðferð við orkuöflun vegna þess að aðeins um ¼ orkunnar nýtist en hinn hlutinn er glatvarmi.
Egill Þórir Einarsson
Egill Þórir Einarsson

Egill Þórir Einarsson

Framtíð jarðar er komin undir ákvörðun ráðandi afla í heiminum varðandi orkuöflun. Finna þarf nýja orkugjafa á sama tíma og jarðefnaeldsneyti er gert útlægt að mestu. Margar leiðir eru að markinu en mikil framþróun er í orkugjöfum sem byggja á sólarorku, hvort sem það eru sólarrafhlöður, vindorka, vatnsafl, sjávarföll eða annað.

Núverandi orkukerfi byggist að mestu á jarðefnaeldsneyti þótt endurnýjanleg orka hafi verið í stöðugri framför. Meginhluti af allri losun mannsins af koltvísýringi kemur frá brennslu kola, jarðgass og olíu, þar af 35% frá raforkuverum með kolum og jarðgasi, 30% frá iðnaði, 24% frá samgöngum á landi, lofti og legi, 5% frá húshitun og 5% frá annarri notkun. Aukning í veldisvexti hefur verið á orkunotkun heimsins frá 1950 og hefur hún 8-faldast meðan mannkynið hefur 4-faldast. Ekki er hægt að segja

...