Vinningstilagan Verkið á að lyfta upp og fanga athygli og hughrif gestanna.
Vinningstilagan Verkið á að lyfta upp og fanga athygli og hughrif gestanna.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarkona bar sigur úr býtum í samkeppni um loft undir skyggni við aðalinngang Sjávarútvegshússins á Skúlagötu 4.

Undanfarin misseri hafa staðið yfir umfangsmiklar endurbætur á húsinu.

Markmið samkeppninnar og tilkomu listaverksins var að lyfta upp skyggninu og fanga athygli og hughrif þeirra sem koma í húsið, segir í lýsingu.

Gerð er krafa um að listaverkið þeki að lágmarki 50 fermetra loftsins við aðalinnganginn, sé fest upp í loftið og rúmi einangrun fyrir ofan það. Þá skal listaverkið innifela lýsingu fyrir þann hluta rýmisins sem það nær til, hvort sem lýsingin er hluti af verkinu eða sjálfstæð.

Niðurstöður dómnefndar liggja nú fyrir og fyrsta sætið hreppti Jóna Hlíf með verkinu „Ár

...