Ný sýning, sem ber heitið Sjónarvottur, verður opnuð á morgun, föstudaginn 17. janúar, kl. 18 í BERG Contemporary. Hún samanstendur af nýjum ljósmyndaverkum eftir þær Hallgerði Hallgrímsdóttur og Ninu Zurier
Ný sýning, sem ber heitið Sjónarvottur, verður opnuð á morgun, föstudaginn 17. janúar, kl. 18 í BERG Contemporary. Hún samanstendur af nýjum ljósmyndaverkum eftir þær Hallgerði Hallgrímsdóttur og Ninu Zurier. Segir í tilkynningu að verk Hallgerðar séu hluti af seríu sem ber titilinn „Ósýnilegt stríð / Sýnilegt stríð“ og Nina sýni verk úr seríu sinni „Gervilandslag“. Sýningin, sem stendur til 22. febrúar, er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands sem hefur göngu sína í dag.