Snertifletirnir eru orðnir fleiri, þessar hugsanir inn í alls kyns anga amerískrar menningar eru orðnar dýpri þannig að jaðrar við þráhyggju eiginlega.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Allt síðan Lana Del Rey (fædd Elizabeth Woolridge Grant) kom fyrst fram fullsköpuð með plötu sína Born To Die (2012) var augljóst að það var búið að reikna alla framstillingu upp í topp. Hér var komin dulúðug díva sem brosti ekki á kynningarljósmyndum eða í myndböndum og fjarrænar leik- og söngkonur eins og Greta Garbo og Marlene Dietrich komu óneitanlega upp í hugann.
Del Rey er „alger“ listakona, þ.e., tónlistin, útlitið, textar, holning, þetta er einn og gegnheill pakki. Líkt og með Madonnu svo ég taki nærtækt dæmi eða þá Lady Gaga, það er ekki hægt að taka eitt úr samhengi við annað, allt spilar þetta saman og tengist. „Mig langaði til að gera líf mitt að listaverki,“ segir Del
...