Samninganefndir Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna náðu í gærkvöldi samningum um tímabundið vopnahlé og lausn 33 gísla í haldi hryðjuverkasamtakanna Hamas. Ísrael mun láta úr haldi palestínska fanga í ísraelskum fangelsum.
Forsætisráðherra Katar, Mohammed bin Abdulrahman bin Jassim Al Thani, fundaði með fulltrúum hryðjuverkasamtakanna Hamas til þess að reyna að tryggja að vopnahlé gæti gengið í gildi í átökum Ísraelshers og Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu.
Fyrr um daginn höfðu fulltrúar Hamas sagt að þeir hefðu samþykkt vopnahléstillögurnar, en Ísraelsmenn sögðust hins vegar hafa sett ný skilyrði á lokametrunum, sem hefur þá tekist að semja um í lokin.