Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur keppni á heimsmeistaramótinu í kvöld klukkan 19.30 þegar það mætir liði Grænhöfðaeyja í fyrstu umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu. Á undan, eða klukkan 17, mætast Slóvenía og Kúba í hinum leiknum í fyrstu umferð riðilsins
HM 2025
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur keppni á heimsmeistaramótinu í kvöld klukkan 19.30 þegar það mætir liði Grænhöfðaeyja í fyrstu umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu.
Á undan, eða klukkan 17, mætast Slóvenía og Kúba í hinum leiknum í fyrstu umferð riðilsins.
Grænhöfðaeyjar eru þekkt stærð í handboltanum eftir ágæta frammistöðu á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi árið 2023.
Þá mættust Ísland og Grænhöfðaeyjar í fyrsta og eina skiptið til þessa, í milliriðli keppninnar í Gautaborg. Ísland vann allöruggan sigur, 40:30, þar sem Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk fyrir íslenska liðið en skyttan Délcio Pina var atkvæðamest í
...