Greining Skipafélög hafa hækkað umhverfisgjöld á inn- og útflutning.
Greining Skipafélög hafa hækkað umhverfisgjöld á inn- og útflutning. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Samkvæmt greiningu ráðgjafarfyrirtækisins MM-Logik virðist sem innlend skipafélög hafi síðastliðin þrjú ár kippt úr sambandi formúlu sem tengir olíuverð í Hollandi við umhverfisgjöld.

Forsaga málsins er að skipafélög leggja annars vegar svonefnt BAF-gjald (e. Bunker Adjustment Factor), hins vegar LSS-gjald (e. Low Sulfur fuel Surcharge), á vöruflutninga í millilandasiglingum. Hvor tveggja gjöldin eru tengd við olíuverð í Rotterdam.

Nú kemur í ljós að lítil fylgni er á milli umræddra gjalda hjá Eimskip og olíuverðs. Þegar LSS-gjaldið var innleitt í byrjun árs 2015 var það hugsað til að jafna þann kostnaðarauka sem hlaust af því að brenna dýrari og minna mengandi olíu. Bættist það á alla gáma bæði í inn- og útflutningi.

Í greiningunni er sýnt fram á að við innleiðingu á LSS-gjaldinu var það 124 dollarar á hvern 40 feta gám til og frá Íslandi hjá Eimskip. Í dag er gjaldið samkvæmt gjaldskrá Eimskips 950 dollarar á hvern 40 feta gám, þrátt fyrir að mismunur

...