Valur hefur samið við norska knattspyrnumanninn Markus Lund Nakkim um að leika með liðinu næstu tvö ár. Nakkim er 28 ára miðvörður sem kemur frá Orange County í bandarísku B-deildinni. Áður lék hann með HamKam, Mjöndalen, Viking, Strömmen og Vålerenga í heimalandinu.
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo skrifar senn undir nýjan samning við sádiarabíska félagið Al-Nassr. Spænski miðillinn Marca greindi frá en Ronaldo, sem er 39 ára gamall, fær umtalsverða launahækkun við undirskrift á nýja samningnum auk þess að eignast hlut í félaginu. Ronaldo mun þéna 183 milljónir evra fyrir tímabilið í Sádi-Arabíu, sem gera 550.000 evrur eða 80 milljónir íslenskra króna á dag.
Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic sló í gær met Svisslendingsins Roger Federer þegar hann vann
...