„Það var enginn sem tók utan um þau, engin stofnun, aðeins einstaklingar úti í bæ. Systir mín var með hálfan tanngarðinn brotinn, axlarbrotin, viðbeinsbrotin og öxlin slitin, sinar og annað, en fékk enga eftirfylgni eftir að komið var…
Viðtal
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Það var enginn sem tók utan um þau, engin stofnun, aðeins einstaklingar úti í bæ. Systir mín var með hálfan tanngarðinn brotinn, axlarbrotin, viðbeinsbrotin og öxlin slitin, sinar og annað, en fékk enga eftirfylgni eftir að komið var suður,“ segir Dagbjört Hjaltadóttir, systir Berglindar Kristjánsdóttur sem ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Hafsteini Númasyni, missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík.
Dagbjört segir að víða hafi verið pottur brotinn þegar kom að aðhaldi með þeim hjónum eftir þann hörmulega missi sem þau upplifðu. Eftir áfallið hafi aleigan passað í eina tösku og segir Dagbjört að þeir sem fóru til Reykjavíkur eftir hamfarirnar hafi litla hjálp fengið vikurnar eftir að þau komu
...