Jóna Þórey Pétursdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Jóna Þórey er lögmaður og hefur starfað hjá Rétti lögmannsstofu frá árinu 2022 og einkum sinnt málum á sviði umhverfis- og eignaréttar. Hún hefur verið stundakennari í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands á sviði umhverfisréttar. Þá starfaði Jóna hjá Landsvirkjun sumarið 2021 á sviði Samfélags og umhverfis, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Jóna Þórey var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020 og í skipulagsteymi Loftslagsverkfallanna á Íslandi á sama tíma. Hún var ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda 2020-2022.
Jóna Þórey er með BA-gráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í mannréttindalögfræði
...