Það þarf að höggva á umferðarhnútana

Það hefur löngum verið einn af kostum þess að búa í Reykjavík að það er fljótlegt að komast milli staða. Það hefur hins vegar verið sérstakt kappsmál meirihlutans í höfuðborginni undanfarin kjörtímabil að bregðast ekki við vaxandi íbúafjölda með því að auðvelda samgöngur og losa um hnúta og teppur.

Frekar hefur verið bætt í, akreinum fækkað og gripið til ráðstafana til að þyngja umferðina.

Í Morgunblaðinu á þriðjudag kom fram að tafir færu vaxandi í Reykjavík. Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur greindi í aðsendri grein frá því að samkvæmt tölum frá fyrirtæki, sem nefnist TomTom, væri höfuðborgarsvæðið það svæði á Norðurlöndum þar sem umferðartafir væru næstmestar. Aðeins í Helsinki væri ástandið verra.

Þar er notast við svokallaðan tafastuðul, sem segir til um hve miklu lengri

...