„Við fjölskyldan erum alveg á mörkum þess að hafa þurft að rýma, en við búum hérna í Woodland Hills sem er alveg við eldsvæðið norðan megin,“ segir Agla Friðjónsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum í Los Angeles með tveimur börnum, eins árs og fjögurra ára gömlum
Palisades Hér er verslunargata í Palisades Village rústir einar, en hafði verið tíður viðkomustaður fjölskyldunnar.
Palisades Hér er verslunargata í Palisades Village rústir einar, en hafði verið tíður viðkomustaður fjölskyldunnar.

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Við fjölskyldan erum alveg á mörkum þess að hafa þurft að rýma, en við búum hérna í Woodland Hills sem er alveg við eldsvæðið norðan megin,“ segir Agla Friðjónsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum í Los Angeles með tveimur börnum, eins árs og fjögurra ára gömlum. „Ef þú horfir á kort af eldsvæðunum í Los Angeles, þá erum við norðan megin og gatan okkar er alveg rétt við rýmingarsvæðið,“ segir hún og bætir við að ef vindátt breytist gæti þurft að rýma allt hennar hverfi.

„Við erum búin að vera með öndina í hálsinum og höfum varla sofið í marga daga út af ástandinu,“ segir Agla, sem er formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles og segir að þetta sé versta ástand sem sést hefur í borginni. „Við höfum fengið skilaboð tvisvar sinnum um að

...