Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur ákveðið að skoða búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi í víðu samhengi og stendur sú vinna yfir. Í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að þetta hafi verið ákveðið…
Einingahús Skjólgörðunum var ætlað að vera ráðstöfun til skemmri tíma.
Einingahús Skjólgörðunum var ætlað að vera ráðstöfun til skemmri tíma. — Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur ákveðið að skoða búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi í víðu samhengi og stendur sú vinna yfir.

Í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að þetta hafi verið ákveðið þar sem fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi dróst mikið saman í fyrra frá því sem var árin 2022 og 2023.

Þörfin fyrir einingahús sem búsetuúrræði fyrir umsækjendur hafi jafnframt farið minnkandi, segir í svari ráðuneytisins.

Tilefni fyrirspurnarinnar var að hinn 12. apríl 2023 sendi ráðuneytið fyrir hönd Guðmundar Inga Guðbrandssonar þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra bréf til Reykjavíkurborgar þar sem óskað var eftir samstarfi

...