Fram undan eru bjartari tímar með betri færð og betri skóm. Skótískan þetta árið er fjölbreytt en það sem stendur upp úr er að gömlu góðu klossarnir eru komnir aftur eftir tíu ára „fjarveru“ úr tískuheiminum
Stelpulegir Mary Jane-skór á tískupalli Simone Rocha.
Stelpulegir Mary Jane-skór á tískupalli Simone Rocha.

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Fram undan eru bjartari tímar með betri færð og betri skóm. Skótískan þetta árið er fjölbreytt en það sem stendur upp úr er að gömlu góðu klossarnir eru komnir aftur eftir tíu ára „fjarveru“ úr tískuheiminum. Bóhemtískan er nefnilega snúin aftur og verður áberandi í vor með klossum, flæðandi skyrtum og útvíðum gallabuxum. Strigaskórnir breytast úr því að vera groddaralegir og eru orðnir meira straumlínulaga og gamaldags.

Þetta eru skórnir sem verða helst í tísku á árinu.

Klossar

Heilt yfir eru klossar yfirleitt mjög klassískir skór í tískuheiminum sem ganga upp við flæðandi kjóla, útvíðar buxur og rúskinnsjakka yfir hlýrri mánuðina. Þó eru þeir mun meira áberandi þetta árið en fyrri ár. Tískuhús eins

...