Sprækur Aron Pálmarsson á æfingu íslenska liðsins í Zagreb í gær. Hann gæti óvænt tekið þátt í riðlakeppninni eftir hraðan bata eftir meiðsli.
Sprækur Aron Pálmarsson á æfingu íslenska liðsins í Zagreb í gær. Hann gæti óvænt tekið þátt í riðlakeppninni eftir hraðan bata eftir meiðsli. — Morgunblaðið/Eyþór

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, hefur verið að glíma við kálfameiðsli að undanförnu. Þrátt fyrir það er Aron í HM-hópnum og var stefnt á að hann byrjaði að spila með íslenska liðinu í milliriðli. Ekki er útilokað að Aron verði klár fyrr og geti tekið þátt í riðlakeppninni.

„Hann er byrjaður að sprikla með okkur á æfingum og planið um að hann komi með okkur í milliriðilinn er á pari,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gær.

En kemur til greina að Aron verði með Íslandi í riðlakeppninni?

„Hann æfði töluvert áðan (í gær) og svo sjáum við til hvernig æfingin fór í hann. Hann æfir slatta næstu daga og þá tökum við stöðuna aftur. Við tökum einn dag í einu í þessu en hann er í

...