Kantmaður Mikael Anderson hefur leikið 31 landsleik fyrir Ísland.
Kantmaður Mikael Anderson hefur leikið 31 landsleik fyrir Ísland. — Morgunblaðið/Hákon

Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við danska félagið AGF til þriggja ára. Mikael, sem er 26 ára, hefur leikið með AGF frá 2021 en talið var líklegt að hann færi til félags í sterkari deild eftir góða frammistöðu í Danmörku undanfarin ár. Hann hefur spilað 156 leiki og skorað 18 mörk fyrir AGF og Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. AGF hefur verið í toppbaráttu í vetur og er í fjórða sæti deildarinnar.