Donald Trump
Donald Trump

Nú á mánudag fer innsetning Donalds Trumps í embætti Bandaríkjaforseta fram með pomp og prakt í höfuðborg Bandaríkjanna.

Auk listamanna á borð við Carrie Underwood, Village People og Kid Rock er þangað boðið ýmsu öðru stórmenni, líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar á meðal Xi Jinping og Javier Milei, forsetum Kína og Argentínu, og Giorgiu Meloni og Viktor Orbán, forsætisráðherrum Ítalíu og Ungverjalands.

Forseti Íslands fékk hins vegar ekki boðskort. Það þarf ekki að þýða neitt; ekki er öllum boðið, þar á meðal engum norrænum þjóðhöfðingja öðrum. Og ekki Keir Starmer forsætisráðherra Breta (en það er örugglega snupra).

En það var líka eftir því tekið að Halla Tómasdóttir forseti sendi Trump ekki heillaóskir við kjör hans í nóvember. Var það nú skynsamlegt, svona í ljósi þess

...