Holland Nökkvi Þeyr Þórisson er í láni hjá Spörtu frá St. Louis City.
Holland Nökkvi Þeyr Þórisson er í láni hjá Spörtu frá St. Louis City. — Ljósmynd/Sparta

Hollenska knattspyrnufélagið Sparta frá Rotterdam hefur fengið sóknarmanninn Nökkva Þey Þórisson lánaðan frá St. Louis City í bandarísku MLS-deildinni út þetta tímabil. Sparta er í 16. sæti af 18 liðum í hollensku úrvalsdeildinni. Nökkvi, sem er 25 ára, hefur leikið hálft annað tímabil með St. Louis og skorað fimm mörk í 39 leikjum. Hann lék áður með KA frá 2019 til 2022 og síðan eitt tímabil með Beerschot í belgísku B-deildinni.