Hugleiðing vegna íbúðarkaupa eldri borgara og vandkvæða vegna fjárfesta sem kaupa upp heilu stigagangana af íbúðum.
Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir
Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir

Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir

Ég lenti í skondnu atviki eða kannski ekki.

Ég bý í gömlu einbýlishúsi í Kópavogi. Það kostar mikið að eiga þetta hús; afborganir af lánum og fasteignagjöld, svo er ég með framkvæmdalán vegna viðgerða á frárennslislögnum og þaki og allt hitt sem allir þurfa að borga, þyrfti að skipta um hurðir því það lekur inn á gólfið hjá mér þegar rignir, það kostar sitt. En hvað með það, ég er bara eldri borgari, fæ ekki hækkun á bótunum mínum miðað við hækkun á vöxtum. Þegar ég er búin að borga skuldirnar okkar hjónanna eigum við um hundrað þúsund krónur til að lifa út mánuðinn. Þá eigum við eftir að borga lyfja- og lækniskostnað eins og margir eldri borgarar þurfa að gera. Nú eru góð ráð dýr. Eigum við að fara að minnka við okkur og kaupa litla sæta íbúð í blokk?

Við hjónin erum

...