Miklar annir eru fram undan hjá Bjarka en íslenska kokkalandsliðið er að hefja undirbúning fyrir næstu keppni, heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer árið 2026. Í tilefni þessa deila kokkarnir í landsliðinu girnilegum uppskriftum með lesendum en fyrstur var fyrirliðinn Ísak Aron Jóhannsson
Sjöfn Þórðardóttir
sjofn@mbl.is
Miklar annir eru fram undan hjá Bjarka en íslenska kokkalandsliðið er að hefja undirbúning fyrir næstu keppni, heimsmeistaramótið í matreiðslu sem fram fer árið 2026. Í tilefni þessa deila kokkarnir í landsliðinu girnilegum uppskriftum með lesendum en fyrstur var fyrirliðinn Ísak Aron Jóhannsson. Nú er komið að Bjarka.
Einn af uppáhaldsfiskréttum hans er pönnusteikt fersk skötubörð steikt upp úr brenndu smjöri, borin fram með hvítlaukskartöflugratíni, steiktu bok choy-salati, gerjuðu hvítlauksmauki og rækju-sojasósu. Hann sviptir hulunni af uppskriftinni eins og hann framreiðir skötubörðin.
Óætur soðinn í potti
„Mér finnst virkilega skemmtilegt að elda úr nýjum og flottum fiski og hann er mjög mikilvægur hluti af
...