Símon Ingi Kjærnested fæddist 18. febrúar 1945 í Reykjavík. Hann lést 9. janúar 2025 á Landspítalanum í Fossvogi, í faðmi fjölskyldunnar.
Símon var sonur þeirra Guðmundar Kjærnested skipherra, f. 29. júní 1923, d. 2. september 2005, og Margrétar Önnu Símonardóttur Kjærnested húsmóður, f. 3. september 1923, d. 19. september 2016.
Símon var elstur af fjórum systkinum, hin eru Örn Kjærnested, f. 10. nóvember 1948, Helgi Stefnir Kjærnested, f. 12. nóvember 1954, d. 29. desember 2020, og Margrét Halldóra Kjærnested, f. 17. apríl 1960.
Símon giftist Elínborgu Matthildi Stefánsdóttur Kjærnested, f. 21 september 1945, þann 22. október 1966. Foreldrar hennar eru Stefán Guðjón Sigurðsson kaupmaður, f. 21. september 1911, d. 29. maí 1988, og Laufey Jakobsdóttir Thorarensen, f. 20. ágúst 1917, d. 11.
...