Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir

Samvinnuhugsjónin á rætur að rekja til Bretlands árið 1844 og barst til Íslands á 19. öld. Grunnhugmyndin er einföld: með sameiginlegu átaki ná menn lengra en í einangruðum verkefnum.

Þetta viðhorf hefur aldrei verið mikilvægara en nú í krefjandi alþjóðlegu samhengi. Samvinna er ómissandi þáttur í stjórnun lands, og Framsókn hefur beitt henni til að ná árangri fyrir íslenskt samfélag í yfir heila öld.

Leið að sjálfbærum hagvexti

Einn áhrifamesti hagfræðingur sögunnar, Alfred Marshall (1842-1924), sem er talinn einn af feðrum nútímahagfræði, lagði mikla áherslu á samvinnu og gerði rannsóknir á efnahagslegum ávinningi samvinnufélaga.

Niðurstaða hans var að samvinnufélög gætu aukið framleiðni og bætt lífskjör með því að sameina hagsmuni vinnuafls og stjórnenda. Hann benti einnig á

...

Höfundur: Lilja Alfreðsdóttir