Kling & Bang Else ★★★★½ Sýning á verkum Joes Keys. Sýningin stendur til 9. febrúar og er opin miðvikudag til sunnudags kl. 12-18.
Yfirsýn Innsetningin „Else“, hluti, séð yfir innri sal sýningar Joes Keys.
Yfirsýn Innsetningin „Else“, hluti, séð yfir innri sal sýningar Joes Keys.

Myndlist

Hlynur

Helgason

Á sjöunda áratug síðustu aldar reyndi bandaríski myndhöggvarinn Richard Serra að skilgreina allar aðgerðir og athafnir sem gerð þrívíðra verka í efnivið gæti falið í sér, eins og „að beygja“, „að skera“, „að láta drjúpa“. Þetta var grundvöllur möguleika sem entust honum alla ævina. Þessar skilgreiningar Serra koma upp í hugann þegar gengið er um sýningu Joes Keys sem nú stendur yfir í tveimur sölum Marshallhússins. Sýningin er byggð upp af safni muna og uppbyggðra eininga sem eru í eðli sínu ólíkir hlutir sem gætu, séðir saman, verið rannsókn á möguleikum myndgerðar í þrívíðu rými. Þetta er innsetning sem er einföld í grunninn en býður upp á áhugaverðar tilfinningalegar tengingar þegar hún er skoðuð nánar.

...