Kristín Söfn Helgadóttir fæddist á LSH 9. nóvember 1943. Hún lést á krabbameinsdeild 11EG 7. janúar 2025.

Foreldrar hennar voru Sigríður Einarsdóttir, f. 17.9. 1922, d. 12.9. 1997 og Helgi Filippusson, f. 14.9. 1919, d. 16.3. 1982.

Kristín Sjöfn var elst þriggja systra en hinar eru Hrafnhildur og Guðfinna Björk.

Fyrstu árin bjó fjölskyldan í „stóra hvíta húsinu“ í Árbænum en það hús byggði afi Kristínar, Filippus Guðmundsson, fyrir stórfjölskylduna. Fyrir austan Elliðaár var skólaganga erfið því sækja þurfti í Laugarnesskóla og ekki voru ferðir strætisvagna jafn tíðar og í dag.

Fjölskyldan flutti í íbúð sem foreldrarnir byggðu í Goðheimum og

voru þau því komin til byggða. Kristín gekk

...