Steinunn Stefánsdóttir fæddist 2. júní 1938 í Reykjavík. Hún lést á Droplaugarstöðum 21. desember 2024.

Foreldrar hennar voru Stefán Ögmundsson prentari, f. 22. júlí 1909, d. 3. apríl 1989, og Elín Guðmundsdóttir, f. 16. júlí 1912, d. 12. júní 2003.

Systur hennar eru: Ingibjörg, f. 18. október 1934; Bergljót, f. 13. nóvember 1940, og Sigríður, f. 18. apríl 1951, d. 31. desember 2023.

Steinunn gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá máladeild 1959.

Hún hóf nám við Karl-Marx-Universität Leipzig árið 1959, tók próf í þýsku fyrir erlenda stúdenta 1963 og lauk þar lokaprófi í listasögu 1965.

Eftir heimkomuna til Íslands tók hún próf í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands

...