Kjartan Magnússon
Deilan um umfang trjágrisjunar í Öskjuhlíð hefur meiri pólitíska þýðingu en ætla mætti við fyrstu sýn. Flestir sjá að aðalatriði málsins er að tryggja fullnægjandi flugöryggi við Reykjavíkurflugvöll. Slíkt mál ætti ekki að vera pólitískt heldur tæknilegt. Málið er þó rammpólitískt, þar sem eitt helsta keppikefli vinstri meirihlutans í borgarstjórn er að flæma flugvallarstarfsemi úr Reykjavík. Það skýrir hvers vegna illa hefur verið haldið á málinu af borgarstjóra og meirihlutanum.
Samkomulag er í gildi á milli Isavia og borgarinnar um að trjágróðri í Öskjuhlíð skuli haldið í skefjum í þágu flugöryggis og nauðsynlegur fjöldi trjáa felldur í því skyni. Flugbrautir þurfa að vera aðgengilegar og öruggar.
Í júlí 2023 taldi Isavia að hávaxinn trjágróður í hlíðinni væri orðinn
...