Herra Hnetusmjör heldur í fyrsta sinn tónleika í fullri lengd í Hljómahöll en þeir fara fram í Stapa föstudaginn 14. febrúar klukkan 21. Segir í tilkynningu að um sé að ræða útgáfutónleika fyrir plötuna Legend í Leiknum þar sem helstu lög plötunnar verði tekin í bland við stærstu lög ferilsins. Platan kom út í ágúst í fyrra en hún er sjöunda platan sem Herra Hnetusmjör gefur út. Almenn miðasala hefst í dag klukkan 13 en 18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.