Austurríski óperu­leik­stjórinn Otto Schenk er látinn, 94 ára að aldri. The New York Times greinir frá en í yfirlýsingu á vefsíðu Vínar­óperunnar er haft eftir framkvæmdastjóra hennar, ­Bogdan Roscic, að Schenk hafi haft einstakt lag á að miðla…
Otto Schenk
Otto Schenk

Austurríski óperu­leik­stjórinn Otto Schenk er látinn, 94 ára að aldri. The New York Times greinir frá en í yfirlýsingu á vefsíðu Vínar­óperunnar er haft eftir framkvæmdastjóra hennar, ­Bogdan Roscic, að Schenk hafi haft einstakt lag á að miðla listrænum auð leikhússögunnar á frábæran hátt til breiðs hóps áhorfenda.

Þá skipta óperur sem hann setti á svið víða um heim tugum en þar má meðal annars nefna Rósarriddarann í München og Vínarborg, Leðurblökuna í Vínarborg, sem enn er sýnd á gamlárskvöld, og Niflungahring Wagners hjá Metropolitan-óperunni.