Samkvæmt nýrri greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, Hafsteins Haukssonar, er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs lækki um 0,1% í janúarmælingu Hagstofunnar 30. janúar næstkomandi. Jafnframt gerir Hafsteinn ráð fyrir að ársverðbólga haldist óbreytt í 4,8%.
Samkvæmt þessu yrði hlé á hjöðnun verðbólgunnar sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin.
Í greiningu Hafsteins kemur hins vegar fram að líklegt sé að verðbólga lækki myndarlega í febrúar og hjaðni áfram fram í apríl. Í spánni kemur fram að lækkun verðbólgu gæti numið tæpu prósenti fram í apríl. Hafsteinn gerir því ráð fyrir að verðbólga muni ná að fara undir 4% vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í apríl.
Peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman 5. febrúar og þá með verðbólgumælingar fyrir
...