Rétt 30 ár eru í dag, 16. janúar, frá því að snjóflóð féll á Súðavík við Ísafjarðardjúp með þeim afleiðingum að fjórtán létu lífið, þar af átta börn en tólf komust lífs af. Snjóflóðið, sem var um tvö hundruð metra breitt, hreif með sér fimmtán hús í …
Eyðilegging Stórt svæði í miðhluta Súðavíkur var rústir einar eftir snjóflóðið sem rann að fjölbýlishúsinu sem sést á myndinni. Brak úr húsunum var dreift yfir svæðið.
Eyðilegging Stórt svæði í miðhluta Súðavíkur var rústir einar eftir snjóflóðið sem rann að fjölbýlishúsinu sem sést á myndinni. Brak úr húsunum var dreift yfir svæðið. — Morgunblaðið/RAX

Baksvið

Guðmundur Sv. Hermannss.

gummi@mbl.is

Rétt 30 ár eru í dag, 16. janúar, frá því að snjóflóð féll á Súðavík við Ísafjarðardjúp með þeim afleiðingum að fjórtán létu lífið, þar af átta börn en tólf komust lífs af. Snjóflóðið, sem var um tvö hundruð metra breitt, hreif með sér fimmtán hús í miðju þorpinu við Túngötu, Nesveg og Njarðarbraut en húsin voru flest utan þeirra marka sem skilgreind voru sem hættusvæði vegna snjóflóða.

Að kvöldi sama dags féll annað snjóflóð úr Traðargili sunnar í bænum sem olli eignatjóni en engu manntjóni. Þriðja flóðið féll 19. janúar úr Traðargili og skemmdi eitt hús. Alls eyðilögðust 22 hús í flóðunum.

Fyrsta flóðið féll klukkan 6.25 mánudagsmorguninn 16. janúar 1995. Í

...