ÍR-ingar halda áfram að safna stigum í úrvalsdeild karla í körfubolta og þeir komu sér fjórum stigum frá fallsæti í gærkvöld þegar þeir skelltu toppliði Stjörnunnar í spennuleik í Skógarseli, 103:101, eftir framlengingu
Barátta ÍR-ingurinn Hákon Örn Hjálmarsson reynir að stöðva Stjörnumanninn Hilmar Smára Henningsson í Skógarseli í gærkvöld.
Barátta ÍR-ingurinn Hákon Örn Hjálmarsson reynir að stöðva Stjörnumanninn Hilmar Smára Henningsson í Skógarseli í gærkvöld. — Morgunblaðið/Eggert

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

ÍR-ingar halda áfram að safna stigum í úrvalsdeild karla í körfubolta og þeir komu sér fjórum stigum frá fallsæti í gærkvöld þegar þeir skelltu toppliði Stjörnunnar í spennuleik í Skógarseli, 103:101, eftir framlengingu.

Eftir slæma byrjun á tímabilinu þar sem þeir virtust stefna beint niður í 1. deild á ný hafa ÍR-ingar nú innbyrt sex sigra og eru komnir fjórum stigum frá fallsæti.

Jacob Falko átti stórleik með þeim og skoraði 35 stig en Jase Febres skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Kristján Fannar Ingólfsson 18.

Tindastóll getur nú náð toppsætinu af Stjörnunni í kvöld en Skagfirðingarnir heimsækja þá botnlið Hauka á

...