Fjöllistamaðurinn Sigtryggur Baldursson vinnur að þriðju bók sinni og ráðgerir að hún komi út síðar á árinu. „Hún verður framhald af bókinni Haugalygi, sem kom út fyrir jólin 2023 og var metsölubók hjá Króníku, og mun væntanlega heita…
Rithöfundur Sigtryggur Baldursson vinnur að þriðju bók sinni, sjálfstæðu framhaldi af þeirri fyrstu.
Rithöfundur Sigtryggur Baldursson vinnur að þriðju bók sinni, sjálfstæðu framhaldi af þeirri fyrstu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fjöllistamaðurinn Sigtryggur Baldursson vinnur að þriðju bók sinni og ráðgerir að hún komi út síðar á árinu. „Hún verður framhald af bókinni Haugalygi, sem kom út fyrir jólin 2023 og var metsölubók hjá Króníku, og mun væntanlega heita Dagsatt,“ segir hann, en fyrir nýliðin jól sendi hann frá sér barnabókina Iðu kindastjörnu.

Tónlistin hefur haldið Sigtryggi sem Bogomil Font uppteknum að undanförnu. „Ég spila ekki golf en tíminn er fugl og spurningin er bara hvernig maður raðar honum niður,“ segir hann um lausar stundir til að huga að næstu bók.

Bækur Sigtryggs eru ólíkar og ætlaðar mismunandi markhópum. „Iða kindastjarna er byggð á ritinu

...