„Það er engin þörf á því að almenningur fari í holufyllingar á vegunum. Þetta er stórt verkefni en við sjáum um okkar vegi,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar
Hætta Eftir leysingar undanfarið hafa hættulegar holur víða komið í ljós.
Hætta Eftir leysingar undanfarið hafa hættulegar holur víða komið í ljós. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Það er engin þörf á því að almenningur fari í holufyllingar á vegunum. Þetta er stórt verkefni en við sjáum um okkar vegi,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Auglýsing frá Malbikunarstöðinni Höfða í Morgunblaðinu í vikunni hefur vakið athygli margra. Þar var auglýst viðgerðarefni fyrir holur í malbiki, tilbúið til notkunar. Umrætt efni er sagt vera hið mest notaða fyrir holur í malbiki

...