Kristján Albert Halldórsson fæddist á Blönduósi 22. maí 1932. Hann lést á LSH Landakoti 8. janúar 2025.
Foreldrar hans voru Halldór Albertsson, kaupmaður á Blönduósi, f. 15. júlí 1886, d. 18. maí 1961 og Kristjana Konkordía Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 1. september 1909, d. 4. nóvember 2005.
Systkini Kristjáns: Guðrún, f. 21.10. 1928, d. 29.11. 2020. Jón Albert, f. 2.9. 1930, d. 14.9. 1930. Haukur, f.10.7. 1938, d. 11.6. 1942. Sverrir Haukur, f. 19.3. 1943, d. 17.7. 2021. Dóra, f. 14.2. 1947. Haukur, f. 22.1. 1949.
Kristján sleit barnsskónum á Blönduósi. Ólst upp í Halldórshúsi hjá foreldrum sínum og systkinum. Gekk í barnaskólann á Blönduósi og þaðan lá svo leiðin í Héraðsskólann að Reykjum í Hrútafirði þaðan sem hann útskrifast síðan. Flytur til Reykjavíkur og kemst á samning hjá Landssmiðjunni
...