Jón Albert Sigurbjörnsson fæddist 17. janúar 1955 í Reykjavík. Hann ólst upp í Hlíðunum og stundaði íþróttir þar á æskuárunum og er því mikill Valsari.
Amma Jóns, Kristín Gunnlaugsdóttir, var honum afar kær og tók hún virkan þátt í uppeldi hans. Hann fór ungur með ömmu sinni til systkina hennar í sveit að Kolugili í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Þar kynntist hann hestum og hefur verið viðloðandi hestamennsku síðan. „Það var rosalega góður tími og þarna lærði maður allt sem hægt er að kenna í lífinu, heiðarleika, dugnað og vinnusemi.“
Jón er lærður húsasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík. „Ég vann síðan hjá sjálfum mér og öðrum eins og gengur, og síðustu árin var ég verkstjóri hjá byggingafyrirtækinu JÁVERK.“
Jón hefur unnið við félagsstörf nær alla sína tíð. Hann starfaði
...