Jakob Þ. Möller, lögfræðingur og fulltrúi í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, lést á Vífilsstöðum í Garðabæ 14. janúar sl., 88 ára að aldri.

Jakob fæddist í Reykjavík 28. október 1936. Foreldrar hans voru Gunnar J. Möller, hæstaréttarlögmaður og forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur, og Ágústa Sigríður Johnsen Möller.

Jakob lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1956. Hann stundaði nám í læknisfræði við Háskóla Íslands 1956-58, lauk þar prófi í forspjallsvísindum vorið 1957 og kenndi síðan við framhaldsskóla í Reykjavík 1958-1961. Þá hóf hann laganám við Háskóla Íslands og lauk þaðan embættisprófi í lögum vorið 1967. Þá réðst hann sem fulltrúi Sýslumannsins í Suður-Múlasýslu á Eskifirði, en frá ársbyrjun 1968 var hann fulltrúi Bæjarfógetans í Keflavík. Árið 1971 var hann ráðinn til starfa hjá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og þar varð

...