Viðskiptablaðið fjallar í leiðara um fyrirhugað bjölluat ríkisstjórnar Íslands í Brussel. Þar er bent á að Evrópusambandið standi frammi fyrir djúpstæðum efnahagsvanda, stöðnun einkenni hagkerfi stærstu aðildarríkjanna og ekkert benti til að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð.
Stíft regluverk haldi niðri hagvexti og „ákvarðanir stjórnvalda í ríkjum á borð við Þýskaland um að hreinlega láta af skynsamlegri orkuöflun í þágu loftslagsmarkmiða eru hratt og örugglega að ganga af þýskum iðnaði dauðum samanber þróunina í bifreiðaframleiðslu þar í landi. Enginn heldur því fram óhlæjandi að hin sameiginlega mynt hafi gagnast hinum smærri aðildarríkjum.“
Og Viðskiptablaðið bætir því við að það sé „í þessu umhverfi sem ráðamenn í nýrri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur telja rétt að dusta rykið af aðildarumsókn Íslands
...