Engin sátt er um breytingartillögu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar sem T. ark arkitektar unnu fyrir hönd Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. en í henni er gert ráð fyrir verslunarkjarna þar sem nú er tjaldsvæði fyrir ferðavagna, við hlið Rauðku-svæðisins
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Engin sátt er um breytingartillögu á deiliskipulagi miðbæjar Siglufjarðar sem T. ark arkitektar unnu fyrir hönd Samkaupa hf. og KSK eigna ehf. en í henni er gert ráð fyrir verslunarkjarna þar sem nú er tjaldsvæði fyrir ferðavagna, við hlið Rauðku-svæðisins.
Tillagan var kynnt á opnum íbúafundi 6. nóvember og fór í kjölfarið í skipulagsgátt en frestur til athugasemda var til og með 2. janúar. Alls bárust 32 umsagnir, jafnt frá einstaklingum sem stofnunum
...