„Ég er eins og lítill krakki á jólunum og ég er ofboðslega spenntur fyrir komandi verkefnum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær
Landsliðið
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Ég er eins og lítill krakki á jólunum og ég er ofboðslega spenntur fyrir komandi verkefnum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær.
Arnar, sem er 51 árs gamall, var ráðinn þjálfari íslenska liðsins á miðvikudaginn og skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnusambandið, eða til ársins 2028. Hann hafði áður stýrt Víkingi úr Reykjavík frá árinu 2018 og gerði liðið tvívegis að Íslandsmeisturum og fjórum sinnum að bikarmeisturum á tíma sínum í Fossvoginum.
Fer brattur inn í starfið
Davíð Snorri Jónasson
...