Júlíus Pálsson fæddist í Reykjavík 17. janúar 1958. Hann lést í Kaupmannahöfn 11. janúar 2025.
Foreldrar Júlíusar voru Kristín Júlíusdóttir kennari og Páll Kr. Pálsson organisti. Albróðir hans er Páll Kristinn Pálsson, rithöfundur og blaðamaður, en hálfsystkinin fjögur talsins, Hrafn, Margrét, Guðrún Helga og Rikke May.
Júlíus ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar allt til 1981 er hann fór út til náms við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann bjó og starfaði alla tíð síðan. Meðan á háskólanáminu stóð stofnaði Júlíus við annan mann ferðaskrifstofuna Hekla Rejser og rak hana til dánardags. Hann eignaðist tvær dætur, Kristínu Ýri og Hildi, með sambýliskonu sinni Birnu Arinbjarnardóttur, d. 16 nóv. 2021, sem átti fyrir soninn Agnar Rósinkrans Hallsson, d. 19. des. 2015, sem ólst upp hjá þeim. Dóttir Agnars er Nadia Lykke Izanlou og
...