Ísland vann mjög öruggan sigur á Grænhöfðaeyjum, 34:21, í fyrstu umferð heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Zagreb í Króatíu í gærkvöld. Íslenska liðið gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum en þá náði það tíu marka forystu og staðan að honum loknum var 18:8
HM er hafið Óðinn Þór Ríkharðsson skorar með tilþrifum eitt af fimm mörkum sínum í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í gærkvöld.
HM er hafið Óðinn Þór Ríkharðsson skorar með tilþrifum eitt af fimm mörkum sínum í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í gærkvöld. — Morgunblaðið/Eyþór

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Ísland vann mjög öruggan sigur á Grænhöfðaeyjum, 34:21, í fyrstu umferð heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Zagreb í Króatíu í gærkvöld.

Íslenska liðið gerði út um leikinn í fyrri hálfleiknum en þá náði það tíu marka forystu og staðan að honum loknum var 18:8. Mest munaði 14 mörkum á liðunum í síðari hálfleiknum.

Hornamennirnir sáu um bróður­part markanna en Orri Freyr Þorkelsson skoraði átta, Óðinn Þór Ríkharðsson fimm og Bjarki Már Elísson fjögur.

Ísland mætir Kúbu í annarri umferðinni annað kvöld en Kúbumenn steinlágu gegn Slóveníu í gær, 41:19, og því ljóst að leikurinn við Slóvena á mánudag verður fyrsti alvöruprófsteinninn.

„Þetta var öruggur sigur og leikurinn svo sem búinn í hálfleik. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá liðið spila betur í seinni hálfleik en það eru alls konar hlutir sem spila inn í það,“ sagði

...