Kári Egilsson og hljómsveit verða með tónleika á morgun, laugardaginn 18. janúar, kl. 20 í Iðnó. Segir í tilkynningu að Kári hafi gefið út plötuna Palm Trees In The Snow árið 2023, sem vakið hafi athygli fyrir þroskaðar, melódískar lagasmíðar og vandaðar útsetningar. Hljómsveitina skipa þeir Ívar Andri Klausen á gítar, Friðrik Örn Sigþórsson á bassa og Bergsteinn Sigurðarson á trommur. Saman leika þeir efni af Palm Trees In The Snow, ásamt glænýju efni.