Leikarahjónin Lively og Reynolds á frumsýningu It Ends With Us.
Leikarahjónin Lively og Reynolds á frumsýningu It Ends With Us. — AFP/Charly Triballeau

Deilurnar á milli Blake Lively og Justins Baldoni halda áfram að magnast því nú hafa þeir Kevin Feige forstjóri Marvel, Bob Iger forstjóri Disney og leikstjórinn Tim Miller verið dregnir inn í mitt dramað. Variety greinir frá því að Baldoni krefjist þess nú að Disney og Marvel varðveiti öll skjöl og gögn sem tengjast karakternum Nicepool, sem Ryan Reynolds eiginmaður Lively lék í Marvel-myndinni Deadpool & Wolverine. Þetta útspil gæti komið einhverjum á óvart í ljósi þess að kvikmyndin It Ends With Us, sem er ástæða deilunnar á milli leikaranna tveggja, var gefin út af Sony og hafði ekkert með Disney að gera. En lögmaður Baldonis telur að Reynolds hafi verið að hæðast að Baldoni í Deadpool & Wolverine, sem Disney gaf út í júlí, með því að byggja karakter­inn Nicepool á honum. Karlmannskarakter með hárið í snúð sem þykir segja óviðeigandi hluti í garð kvenna þrátt fyrir

...