Miðasala er hafin á ferna afmælistónleika sem synir Rúnars Júlíussonar, þeir Baldur og Júlíus, standa fyrir til að „heiðra minningu föður þeirra, Herra Rokk, sem hefði orðið 80 ára 13. apríl 2025,“ eins og segir í tilkynningu. Föstudaginn 11. apríl og laugardaginn 12. apríl verða tónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði, sunnudaginn 13. apríl í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ og föstudaginn 2. maí í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.