Hvatning Jón tekur við verðlaununum úr hendi Loga ráðherra.
Hvatning Jón tekur við verðlaununum úr hendi Loga ráðherra.

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árið 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram á Hilton hótelinu í vikunni.

Dr. Jón Emil Guðmundsson, lektor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir árið 2025. Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra afhenti verðlaunin.

Jón Emil er sérfræðingur í stjarneðlisfræði, með sérstaka áherslu á örbylgjukliðnum – elsta ljósinu í alheiminum. Það er mat dómnefndar að Jón Emil sé framúrskarandi ungur vísindamaður sem sýnt hafi fram á sjálfstæði, frumleika og árangur í sínum rannsóknum. Hann útskrifaðist úr grunnnámi í eðlisfræði við Háskóla Íslands árið 2008. Hann flutti til Bandaríkjanna og stundaði bæði meistaranám og doktorsnám í eðlisfræði við Princeton.

Að loknu

...