Geir Hagalínsson, stofnandi og framkvæmdastjóri borfyrirtækisins North Tech Drilling (NTD), segir það hafa komið sér á óvart hversu mikill munur var á þeirra tilboði og Jarðborana í útboði Orkuveitunnar (OR) um að bora allt að 35 jarðhitaholur
Arinbjörn Rögnvaldsson
arir@mbl.is
Geir Hagalínsson, stofnandi og framkvæmdastjóri borfyrirtækisins North Tech Drilling (NTD), segir það hafa komið sér á óvart hversu mikill munur var á þeirra tilboði og Jarðborana í útboði Orkuveitunnar (OR) um að bora allt að 35 jarðhitaholur.
Í lok síðasta árs samþykkti OR 4,6 milljarða króna tilboð NTD en Jarðboranir buðu 9,7 milljarða í verkið. Fyrirtækin voru þau einu sem tóku þátt í útboðinu, sem fór fram í ágúst sl.
...