Kúba er annar mótherji Íslands á heimsmeistaramóti karla í handknattleik en þjóðirnar mætast í annarri umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu í kvöld klukkan 19.30. Kúbumenn fengu skell gegn Slóveníu, 41:19, í fyrsta leiknum á fimmtudaginn og virðast vera með lakasta liðið í riðlinum
HM 2025
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Kúba er annar mótherji Íslands á heimsmeistaramóti karla í handknattleik en þjóðirnar mætast í annarri umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu í kvöld klukkan 19.30.
Kúbumenn fengu skell gegn Slóveníu, 41:19, í fyrsta leiknum á fimmtudaginn og virðast vera með lakasta liðið í riðlinum.
Kúba teflir fram ungu liði, líklega því yngsta á þessu heimsmeistaramóti, en flestir leikmanna liðsins spila með evrópskum liðum. Þarna eru m.a. samherjar Þorsteins Leós Gunnarssonar og Orra Freys Þorkelssonar hjá Porto og Sporting í Portúgal.
Unnu með yfirburðum
Dariel García, sem var markahæstur gegn Slóveníu, spilar með Bidasoa á Spáni
...