Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarreit F innan lóðar Engjavegar 8, Reykjavík. Umrædd lóð er milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar og þar á að rísa nýtt fjölnota íþrótta- og viðburðahús
Laugardalur Nýja höllin mun rísa á lóðinni milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar. Stærð byggingarinnar verður allt að 19 þúsund fermetrar.
Laugardalur Nýja höllin mun rísa á lóðinni milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar. Stærð byggingarinnar verður allt að 19 þúsund fermetrar. — Morgunblaðið/sisi

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarreit F innan lóðar Engjavegar 8, Reykjavík.

Umrædd lóð er milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar og þar á að rísa nýtt fjölnota íþrótta- og viðburðahús. Í desember sl. voru þrjú teymi valin til þátttöku í samkeppnisútboði um hönnun og byggingu hússins.

Fram kemur í tillögu sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lagði fyrir borgarráð að Reykjavíkurborg selji Þjóðarhöll ehf. byggingarrétt lóðarinnar fyrir krónur 1.572.000.000. Auk greiðslu fyrir byggingarrétt greiðast krónur 489.000.000 í gatnagerðargjöld.

Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru því rúmir

...