Hörður Adolphsson fæddist 4. september 1933. Hann lést 1. janúar 2025.
Útförin fór fram 17. janúar 2025.
Í dag er borinn til grafar tengdafaðir minn Hörður Adolphsson. Hörður var á margan hátt merkilegur maður. Hann var einn átta systkina og missti föður sinn þegar hann var unglingur. 14 ára réð hann sig á eitt af varðskipum Íslendinga og sá um sig sjálfur upp frá því, það var lítið talað um barnaþrælkun á þessum árum.
Eftir árin á sjónum fór hann í Iðnskólann og lærði húsasmíði, sem kom sér mjög vel fyrir okkur Siggu mína þegar við byggðum húsið okkar á Húsavík. Í Eikjuvogi sem árið 1974 var valin fegursta gata Reykjavíkur byggði Hörður glæsilegt einbýlishús yfir fjölskylduna, nánast með eigin höndum, það var ekki alltaf úr miklu að moða á þeim árum. Þar var samheldnin og kærleikurinn ávallt
...